Fjöldi íþróttamanna hafa sakað Kínverja um mannréttindabrot á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í Peking í Kína þessa dagana.
Natalia Maliszewska, 26 ára gamall skautahlaupari frá Póllandi, er ein þeirra sem hefur sakað Kínverja um slæma meðferð á sér á leikunum.
Maliszewska greindist með kórónuveiruna eftir að hún kom til Kína en hún var vakinn klukkan þrjú að nóttu til af einkennisklæddum öryggisvörðum á sóttvarnarhóteli sem hún dvaldi á í Kína.
„Ég var vakin og flutt í sjúkrabíl þar sem ég hágrét því ég hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast,“ sagði Maliszewska í samtali við Reuters.
„Mér leið illa og ég óttaðist um öryggi mitt,“ bætti Maliszewska við en hún fékk að endingu leyfi til þess að keppa á leikunum eftir að misvísandi niðurstöður úr nokkrum kórónuveiruprófum.
Þá voru tveir leikmenn finnska karlalandsliðsins í íshokkí og fjölmiðlafulltrúi liðsins sendir í einangrun á sóttvarnarhótel eftir að þeir greindust með veiruna í Kína.
Þeir greindust allir með veiruna í aðdraganda Vetrarólympíuleikanna og höfðu náð sér af henni áður en þeir héldu til Peking.
„Maturinn er ógeðslegur og hann er undir miklu andlegu álagi á þessu hóteli,“ sagði Jukka Jalonen, þjálfari Finna, á blaðamannafundi í Peking.
„Það er ekki hægt að segja að það sé mikil virðing borin fyrir mannréttindum hans,“ bætti Jalonen við.