Kristrún Guðnadóttir keppti í dag í undanrásunum í sprettgöngu kvenna á vetrarólympíuleikunum í Peking.
Kristrún var með rásnúmer 71 af 91 keppanda í greininni en fyrstu 30 tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Hún var í 67. sæti þegar gangan var hálfnuð, hafði þá lyft sér upp um fjögur sæti, en var í 69. sæti þegar hún kom í mark á 3:49,59 mínútum.
Kristrún endaði að lokum í 74. sæti í greininni.
Jonna Sundling frá Svíþjóð náði langbesta tímanum en hún fór brautina á 3:09,03 mínútum og var tæpum sex sekúndum á undan Rosie Brennan frá Bandaríkjunum sem fékk tímann 3:14,83 mínútur.
Sprettganga karla hefst klukkan 8.45 og þar er Isak Stianson Pedersen á meðal keppenda. Hann er með rásnúmer 61 af 90 keppendum og fer af stað klukkan 9.00.15, eða fimmtán sekúndur yfir níu að íslenskum tíma.