Sjö Íslendingar keppa með Dönum í Uppsala

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sigrar í 200 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum …
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sigrar í 200 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum síðasta sunnudag. Hún keppir í sömu grein í Uppsala. mbl.is/Arnþór Birkisson

Sjö Íslendingar taka þátt í Norðurlandamótinu í frjálsíþróttum innanhúss sem fram fer í Uppsala í Svíþjóð á sunnudaginn kemur.

Ísland og Danmörk tefla þar fram sameiginlegu liði í keppni við Finnland, Svíþjóð og Noreg. 

Elísabet Rut Rúnarsdóttir keppir í lóðkasti.

Eva María Baldursdóttir keppir í hástökki.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppir í 200 metra hlaupi.

Guðni Valur Guðnason keppir í kúluvarpi.

Hilmar Örn Jónsson keppir í lóðkasti.

Hlynur Andrésson keppir í 3.000 metra hlaupi.

Kristján Viggó Sigfinnsson keppir í hástökki.

Óðinn Björn Þorsteinsson og Gunnar Guðmundsson eru þjálfarar íslenska liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert