Eileen Gu varð í morgun yngsti gullverðlaunahafi Kínverja í sögu vetrarólympíuleika þegar hún sigraði í skíðafimi kvenna í morgun.
Gu, sem er átján ára og kölluð snæprinsessan í Kína, á kínverskan föður og bandaríska móður, tryggði sér sigurinn með því að framkvæma stökk sem hún hafði aldrei reynt áður. Þar með varð Tess Ledeux frá Frakklandi að sætta sig við silfurverðlaunin.
„Þetta var spurning um að gera aðeins betur og vera örugg með annað sætið eða gera eitthvað alveg nýtt og freista þess að sigra," sagði Gu við fjölmiðla eftir sigurinn.