Munaði öllu að æfa ytra

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í Laugardalshöllinni á sunnudaginn.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. mbl.is/Arnþór Birkisson

Spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir byrjar nýtt ár vel á hlaupabrautinni eins og fjallað var um í Morgunblaðinu á mánudaginn. Guðbjörg Jóna nýtti tímann vel um jól og áramót og fór þá í hlýrra loftslag á Spáni og æfði þar við góðar aðstæður utanhúss.

„Það var æðislegt og ég held að það hafi munað öllu. Ég hef verið að glíma við óþægindi í ristunum síðan ég brotnaði fyrir tveimur árum. Síðan þá hafa verið eymsli þar. Það að fara út og æfa á langri braut gerði því mikið í stað þess að vera í kröppum beygjum á brautunum innanhúss. Einnig er auðvitað gott að æfa í hitanum,“ sagði Guðbjörg Jóna þegar Morgunblaðið spjallaði við hana eftir keppnina á Reykjavíkurleikunum á sunnudaginn.

Guðbjörg náði góðum tímum bæði í 60 metra hlaupi og 200 metra hlaupi á leikunum, sérstaklega miðað við árstíma. Hún segir íþróttafólkið lifna við þegar áhorfendum sé leyft að sækja mótin á nýjan leik.

„Það er geðveikt að keppa fyrir framan áhorfendur á ný. Mér finnst geggjað að keppa fyrir framan íslenska áhorfendur vegna þess að maður þekkir svo marga. Það er allt annað en að keppa í útlöndum þar sem enginn þekkir mann. Það er magnað að fá svona stemningu hérna heima og ég veit að fólk var mjög peppað fyrir þessu móti. Þegar ljóst var að áhorfendur yrðu leyfðir þá held ég að allir hafi lifnað við,“ benti Guðbjörg á en keppendur fengu fínan stuðning í Laugardalnum á sunnudaginn.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert