EM er stóra markmiðið

Tiana Ósk Whitworth stefnir á EM í sumar.
Tiana Ósk Whitworth stefnir á EM í sumar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Spretthlauparinn Tiana Ósk Whitworth segist nú þurfa að setja sér markmið fyrir árið sem fram undan er þar sem hún er aftur orðin heil heilsu en lítið varð úr síðasta keppnistímabili hjá henni.

Tiana Ósk er öflug í upphafi árs eins og fjallað var um í blaðinu á mánudaginn og hljóp 60 metrana á 7,45 sekúndum á Reykjavíkurleikunum síðasta sunnudag.

„Fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki hvar ég yrði stödd á þessum tímapunkti vegna þess að ég var að koma til baka eftir meiðsli. Nú þegar ég sé að ég get keppt þá get ég farið að setja mér framtíðarmarkmið. Ég held að við Guðbjörg [Jóna Bjarnadóttir] stefnum bara báðar á að komast á EM næsta sumar. Ég er farin að horfa þangað og það er væntanlega stærsta markmiðið á árinu.

Á innanhússtímabilinu viljum við báðar hlaupa 60 metrana hraðar. Við vitum að við getum það og við getum ýtt hvor annarri áfram,“ sagði Tiana Ósk en Evrópumeistaramótið verður á dagskrá í ágúst og fer að þessu sinni fram í München í Þýskalandi.

Tiana hefur hlaupið 60 metra, 100 metra og 200 metra hlaup á undanförnum árum. Hún segist eiga von á því að leggja mesta áherslu á 100 metrana og sú vegalengd henti henni betur en 200 metrarnir.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert