Myndir skáru úr um sigurvegara

Alessandro Hämmerle og Eliot Grondin nýkomnir yfir marklínuna í dag.
Alessandro Hämmerle og Eliot Grondin nýkomnir yfir marklínuna í dag. AFP

Skoða þurfti myndir aftur og aftur til að úrskurða um sigurvegara í snjóbrettasvigi karla á vetrarólympíuleikunum í Peking í dag.

Að lokum var það Alessandro Hämmerle, 28 ára gamall Austurríkismaður, sem reyndist hafa komist fyrstur yfir marklínuna á undan þeim Eliot Grondin frá Kanada og Omar Visintin frá Ítalíu.

Þetta er fyrsti sigur Hämmerle á stórmóti en hann hlaut silfurverðlaun á heimsmeistaramótinu á síðasta ári. Grondin, sem er tvítugur, er yngsti verðlaunahafi í greininni á Ólympíuleikum en hún hefur verið á dagskránni þar frá 2006.

Alessandro Hämmerle fagnar sigrinum.
Alessandro Hämmerle fagnar sigrinum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert