Skautaði til sigurs undir Rocket Man

Nathan Chen á svellinu í Peking í morgun.
Nathan Chen á svellinu í Peking í morgun. AFP

Heimsmeistarinn Nathan Chen frá Bandaríkjunum vann sannfærandi sigur í listhlaupi karla á skautum á vetrarólympíuleikunum í Peking í morgun.

Chen hefur þrisvar orðið heimsmeistari og bætti nú ólympíugullinu í safnið en hann skautaði til sigurs undir Rocket Man, lagi Eltons Johns, og fékk 332,60 stig. Japanarnir Kagiyama Yuma og Uno Shoma fengu silfur og brons með 310,05 og 293,00 stig.

Chen er 22 ára gamall og er sjöundi Bandaríkjamaðurinn sem fær gullið í þessari grein á Ólympíuleikum. Síðast var það Evan Lysacek sem vann í Vancouver árið 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert