Sú sjöunda sem lýkur keppni

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir í brekkunni í Peking í gærmorgun.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir í brekkunni í Peking í gærmorgun. AFP

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir varð í gærmorgun sjöunda íslenska konan af fimmtán sem nær að ljúka keppni í svigi á Vetrarólympíuleikum frá því Ísland átti fyrst keppanda í greininni árið 1956.

Hólmfríður varð þá í 38. sæti af 90 keppendum og hækkaði sig um fimm sæti í seinni ferðinni eftir að hafa verið í 43. sæti eftir þá fyrri. Eftir fyrri ferðina var hún um tveimur sekúndum frá 30. sætinu, en í seinni ferðinni fara fyrstu þrjátíu keppendurnir í öfugri röð niður brautina, frá númer 30 niður í númer eitt, áður en aðrir fá að ljúka keppni.

• Steinunn Sæmundsdóttir varð í 16. sæti í svigi í Innsbruck 1976 sem er besti árangur Íslendings í sögunni. Hún keppti líka í Lake Placid 1980 en lauk þá ekki keppni.

Farið er yfir alla keppendur Íslands í svigi kvenna á vetrarólympíuleikum í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert