Tvöfaldur ólympíumeistari þoldi ekki athyglina

Chloe Kim hefur lært að lifa með því sem fylgir …
Chloe Kim hefur lært að lifa með því sem fylgir því að vera bandarískur ólympíumeistari. AFP

Chloe Kim frá Bandaríkjunum sigraði í snjóbrettakeppninni í morgun á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Sigraði hún í keppni í „halfpipe“ á öðrum leikunum í röð sem er mikið afrek og því virðist allt vera slétt og fellt út á við.

Kim er ekki orðin 22 ára gömul og hefur því notið gífurlega mikillar velgengni miðað við aldur en hún greindi frá því í viðtali við Eurosport eftir sigurinn í dag að hún hafi átt erfitt uppdráttar eftir síðustu Vetrarólympíuleika. Þar sló hún í gegn og sigraði í greininni tæplega 18 ára gömul.

Chloe Kim á flugi í Peking.
Chloe Kim á flugi í Peking. AFP

Mikil athygli fylgdi velgengninni og hún segist ekki hafa höndlað hana vel. Til dæmis hafi hún átt erfitt með að sætta sig við að vera skyndilega þekkt og allt í einu var orðið erfitt að sækja eftirlætis veitingastaðina eða kaffihúsin án þess að verða fyrir einhvers konar ónæði.

„Í því felst ósanngirni að ætlast til þess að maður sé fullkomin enda er ég ekki fullkomin á nokkurn hátt. Nú held ég að mesta áskorunin fyrir mig verði að vera eins opin og ég treysti mér til. Ég vonast til þess að einn daginn geti mín reynsla hjálpað lítilli stelpu og hvatt hana áfram og kennt henni að gefast ekki upp. Þar er í lagi að eiga slæma daga því það er hægt að taka framförum þrátt fyrir það,“ sagði Kim og segist nú vera ánægð með að geta talað um sína reynslu en þegar frægðin og pressan fór sem mest í taugarnar á henni þá hafði hún losað sig við gullverðlaunapeninginn frá leikunum 2018. Var það auðvitað vanhugsað og faðir mun hafa haft uppi á verðlaunapeningnum.

Chloe Kim alsæl með nýja verðlaunapeninginn. Hann fer væntanlega ekki …
Chloe Kim alsæl með nýja verðlaunapeninginn. Hann fer væntanlega ekki á haugana. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert