Þarft að búa erlendis til að eiga möguleika

Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði hefur náð lengst íslenskra skíðamanna erlendis.
Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði hefur náð lengst íslenskra skíðamanna erlendis. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Vetrarólympíuleikar eru alla jafna ekki vettvangur þar sem gerðar eru miklar væntingar til íslenskra keppenda. Helst er vonast til þess að þeir skili sér yfir marklínuna og fái sinn árangur skráðan á spjöld sögunnar. Nái þeir að komast fram fyrir miðjan hóp í sinni grein þykir það afar vel gert.

Með einni undantekningu. Eftir að Kristinn Björnsson varð tvisvar í öðru sæti á heimsbikarmótum í svigi veturinn 1997-98 ríkti mikil spenna hér á landi fyrir Vetrarólympíuleikana í Nagano í Japan í febrúar 1998.

Miklar vonir voru bundnar við að Kristinn yrði fyrstur Íslendinga á verðlaunapall því hann hafði sýnt að hann væri til alls vís í keppni gegn þeim bestu í íþróttinni.

Kristinn náði hins vegar ekki að ljúka fyrri ferð í sviginu og þar með voru vonirnar um íslenskan verðlaunahafa úr sögunni. Enginn Íslendingur hefur frá þeim tíma náð að skipa sér í hóp tuttugu bestu í sinni grein á leikunum.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka