Valinn bestur annað árið í röð

Aaron Rodgers.
Aaron Rodgers. AFP

Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, hefur verið valinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í fjórða sinn á ferlinum. 

Rodgers er 38 ára gamall og hlýtur þennan heiður annað árið í röð. Síðast gerðist það 2008 og 2009 þegar Peyton Manning var valinn tvö ár í röð. 

Rodgers var einnig valinn 2011 og 2014 en miðað er við keppnistímabilið áður en að úrslitakeppninni kemur. 

Margir bjuggust við því að Green Bay næði að fara alla leið í úrslitaleikinn en svo fór ekki. Liðið var slegið út af San Francisco 49ers. Rodgers hlaut glæsilega kosningu og einungis Tom Brady hjá Tampa Bay Buccaneers og Cooper Kupp hjá LA Rams fengu einnig atkvæði. 

Úrslitaleikurinn í NFL fer fram aðfaranótt mánudagsins og eigast þar við LA Rams og Cincinatti Bengals. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka