Á vetrarólympíuleikum má finna margar mjög áhugaverðar greinar. Íþróttagreinar sem maður á ekki kost á að sjá í sjónvarpi með auðveldum hætti nema á þessum leikum.
Hér á blaðinu fylgdumst við gapandi með þegar keppni á magasleða fór fram á leikunum í Peking í gær. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að það sé ekki íþróttagrein fyrir lífhrædda.
Þar liggja menn á sleðanum á maganum og bruna eftir brautinni á meira en 100 kílómetra hraða með höfuðið á undan. Sleðinn minnir einna helst á trillu sem menn hafi fengið lánaða á lager í einhverju fyrirtækinu.
Þegar menn eru í þeirri stöðu í lífinu, að vera á mikilli ferð á hálum ís með höfuðið á undan sér, þá er tilhneiging til að reyna að draga úr hraðanum. En keppendur í þessari grein vilja hins vegar fyrir alla muni fara hraðar og helst komast eins hratt og mögulegt er.
Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag