Bandaríkin unnu stórslaginn

Brendan Brisson skorar þriðja mark Bandaríkjanna.
Brendan Brisson skorar þriðja mark Bandaríkjanna. AFP

Bandaríkin höfðu betur gegn Kanada í stórslag í íshokkíkeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking í nótt, 4:2.

Stærstu nöfnin vantaði þó í bæði lið, þar sem leikmenn úr hinni ógnarsterku NHL-deild í Bandaríkjunum eru ekki með á leikunum.

Mat Robinson kom Kanada yfir strax á 2. mínútu en þeir Andy Miele, Ben Meyers og Brendan Brison komu Bandaríkjunum í 3:1. Corban Knight lagaði stöðuna fyrir Kanada en Kenny Agostino gulltryggði bandarískan sigur, 4:2.

Bandaríkin hafa unnið báða leiki sína til þessa í A-riðli en Kanada er með einn sigur og eitt tap.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka