Norðmaðurinn Johannes Thingnes Bø fagnaði sigri í tíu kílómetra skíðaskotfimi karla á Vetrarólympíuleikunum í Peking í morgun.
Thingnes Bø hefur átt góðu gengi að fagna á leikunum til þessa en hann var í sigursveit norsku sveitarinnar í 4x6 kílómetra blandaðri boðgöngu og tók bronsið í 20 kílómetra skíðaskotfiminni.
Frakkinn Fillon Maillet Quentin, sem bar einmitt sigur úr býtum í 20 kílómetra skíðaskotfiminni eftir baráttu við Thingnes Bø, varð annar í dag og Tarjey Bø þriðji.
Norðmenn og Þjóðverjar eru nú með flest gull á leikunum til þessa eða sjö talsins.