Frakkinn Quentin Fillon Maillet náði í sín önnur gullverðlaun á vetrarólympíuleikunum í Peking er hann kom fyrstur í mark í 12,5 kílómetra eltigöngu í skíðaskotfimi í morgun.
Hann hafði áður unnið sigur í 20 kílómetra skíðaskotfimi og þá náði Maillet í silfur í 20 kílómetra skíðaskotfimi.
Sá franski kom í mark á 39:07,5 mínútum og hitti úr öllum skotum sínum. Norðmaðurinn Tarjei Bø, sem varð þriðji í 20 kílómetra skíðaskotfimi, varð annar og Rússinn Eduard Latypov þriðji.