Marte Roeiseland frá Noregi bar sigur úr býtum í 10 km eltigöngu kvenna í skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum í Peking í dag.
Roeiseland kom í mark á 34:46,09 mínútum og var rúmri einni og hálfri mínútu á undan Elviru Oeberg frá Svíþjóð. Tiril Eckhoff frá Noregi varð þriðja.
Reiseland hafði áður tryggt sér brons á leikunum en hún varð þriðja í 15 km skíðaskotfimi á mánudaginn var.
Noregur er nú með flest gull á leikunum eða níu. Þýskaland er með átta. Noregur er með nokkurt forskot þegar kemur að heildarverðlaunum en þau eru orðin 20 hjá Norðmönnum. Þjóðverjar koma næstir með 14.