Bætti við níunda gulli Norðmanna

Marte Roeiseland í keppninni í dag.
Marte Roeiseland í keppninni í dag. AFP

Marte Roeise­land frá Nor­egi bar sigur úr býtum í 10 km eltigöngu kvenna í skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum í Peking í dag.

Roeiseland kom í mark á 34:46,09 mínútum og var rúmri einni og hálfri mínútu á undan Elviru Oeberg frá Svíþjóð. Tiril Eckhoff frá Noregi varð þriðja.

Reiseland hafði áður tryggt sér brons á leikunum en hún varð þriðja í 15 km skíðaskotfimi á mánudaginn var.

Noregur er nú með flest gull á leikunum eða níu. Þýskaland er með átta. Noregur er með nokkurt forskot þegar kemur að heildarverðlaunum en þau eru orðin 20 hjá Norðmönnum. Þjóðverjar koma næstir með 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka