Baldvin Þór Magnússon bætti Íslandsmetið í 3.000 metra hlaupi á David Hemery Valentine-mótinu í Boston er hann hljóp á 7:47,51 mínútum í nótt. Hann tryggði sér í leiðinni sæti á HM innanhúss í Belgrad í næsta mánuði.
Akureyringurinn bætti einnig skólamet Eastern Michigan-háskólans með hlaupinu en hann endaði fimmti. Tíminn er sá 17. besti á árinu í háskólahlaupum í Bandaríkjunum.
Hlynur Andrésson freistar þess að ná sama lágmarki er hann hleypur síðar í dag.