Náði sér loksins á strik í Peking

Marco Odermatt á fleygiferð í Peking.
Marco Odermatt á fleygiferð í Peking. AFP

Svisslendingurinn Marco Odermatt náði sér loksins á strik á Vetrarólympíuleikunum í Peking en hann vann keppni í stórsvigi í nótt. Odermatt er í efsta sæti á heildarstigalista heimsbikarsins í alpagreinum og hefur unnið fjögur af fimm stórsvigsmótum á tímabilinu.

Odermatt fór ferðirnar tvær á 2:09,35 mínútum og var 19 sekúndubrotum á undan Slóvenanum Zan Kranjec sem varð annar. Mathieu Faivre frá Frakklandi varð þriðji.

Odermatt hafði ekki náð sér á strik á leikunum fyrir keppnina í stórsvigi því hann varð sjöundi í bruni og féll úr leik í risasvigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka