Franskt par setti heimsmet í Peking

Gabriella Papadakis og Guillaume Cizeron á skautasvellinu í Peking í …
Gabriella Papadakis og Guillaume Cizeron á skautasvellinu í Peking í nótt. AFP

Gabriella Papadakis og Guillaume Cizeron frá Frakklandi fögnuðu sigri í ísdanskeppni á Vetrarólympíuleikunum í Peking í nótt.

Alls fengu þau Papadakis og Cizeron 226,98 stig fyrir æfingar sínar sem er nýtt heimsmet í greininni.

Parið hafnaði í öðru sæti á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu fyrir fjórum árum síðan.

Victoria Sinitsina og Nikita Katsalapov frá rússnesku ólympíunefndinni höfnuðu í öðru sæti með 220,51 og Madison Hubbell og Zachary Donohue frá Bandaríkunum höfnuðu í þriðja sæti með 218,02 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert