Fresta verðlaunafhendingu vegna Valievu

Kamila Valieva féll á lyfjaprófi sem var tekið í desember …
Kamila Valieva féll á lyfjaprófi sem var tekið í desember á síðasta ári. AFP

Engin verðlaunaafhending mun fara fram í einstaklingskeppni kvenna í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, fari svo að hin fimmtán ára gamla Kamila Valieva endi í efstu þremur sætunum í greininni.

Þetta tilkynnti framkvæmdastjórn alþjóða Ólympíunefndarinnar í dag. Rússneska skautastúlkan féll á lyfjaprófi sem hún fór í um miðjan desember en niðurstöður úr prófinu lágu fyrir eftir af að Vetrarólympíuleikarnir hófust.

Til stóð að að Valieva yrði send heim til Rússland frá Peking en Alþjóða Íþróttadómstóllinn úrskurðaði í dag að hún mætti halda áfram keppni á leikunum.

Fari svo að Valieva endi í einu af efstu þremur sætunum er ljóst að tveir íþróttamenn munu ekki veita verðlaunum sínum viðtöku á Vetrarólympíuleikunum sjálfum.

Valieva hefur nú þegar unnið til gullverðlauna á mótinu en það var í liðakeppni þar sem rússneska ólympíunefndin fagnaði sigri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert