Austurríki fagnaði sigri í liðakeppni í skíðastökki karla á Vetrarólympíuleikunum í Peking í dag en úrslitin réðust í lokaumferðinni.
Hvert lið fékk fjögur stökk átta stökk Þýskaland var með forystu eftir lokastökk þeirra þar sem Karl Geiger fékk 119 stig fyrir sitt stökk.
Þá var komið að Slóvenanum Peter Prevc sem fékk 116 stig fyrir sitt stökk og Slóvenar því allt í einu komnir í efsta sætið.
Austurríkismaðurinn Manuel Fettner átti lokastökk Austurríkis og fékk hann fyrir það 119 stig sem dugði Austurríki til sigurs.
Þetta voru fyrstu gullverðlaun Austurríkis í tólf ár en landið vann síðast gullverðlaun í skíðastökki á leikunum í Vancouver árið 2010.
Austurríki fagnaði sigri með 942,7 stig, Slóvenía hafnaði í öðru sæti með 934,4 stig og Þýskaland endaði í þriðja sæti með 922,9 stig.