Sparkarinn horfði á „bestu hálfleikssýningu sögunnar“

Evan McPherson fagnar öðru vallarmarki sínu í nótt.
Evan McPherson fagnar öðru vallarmarki sínu í nótt. AFP

Evan McPherson, sparkari bandaríska NFL-liðsins Cincinnati Bengals, var lítið að stressa sig á hlutunum í hálfleik í Ofurskálaleik deildarinnar þar sem Cincinnati og Los Angeles Rams áttust við á SoFi-leikvanginum í Los Angeles.

Venju samkvæmt ganga allir leikmenn beggja liða til búningsherbergja þegar flautað er til hálfleiks en McPherson vildi ólmur fylgjast með hálfleikssýningu Ofurskálaleiksins.

Það voru þau Dr. Dre, Kendrick Lamar, Eminem, Snoop Dogg og Mary J. Blige sem sáu um hálfleikssýninguna í ár og atriðið sló svo sannarlega í gegn.

Los Angeles leiddi í hálfleik, 13:10, en þrátt fyrir McPherson hafi ekki farið inn í klefa í í hállfeik með liðsfélögunum sínum hafði það lítil áhrif á hann í seinni hálfleik þar sem hann skoraði 4 stig en alls skoraði hann 8 stig í leiknum.

Þá var hann með 100% nýtingu í vallarmarkstilraunum sínum í úrslitakeppninni í ár og skoraði úr fjórtán spörkum af fjórtán.

Eins og áður sagði sló hálfleikssýningin í ár í gegn en LeBron James og James Harden, tveir af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar, lístu henni báðir á samfélagsmiðlum sem bestu hálfleikssýningu sögunnar.



Hálfleikssýningin í Los Angeles sló rækilega í gegn.
Hálfleikssýningin í Los Angeles sló rækilega í gegn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert