Kínverjinn Su Yiming reyndist hlutskarpastur í risastökki karla á snjóbretti á Vetrarólympíuleikunum í Peking í Kína í morgun.
Yiming, sem er aðeins 17 ára gamall, vann þar með til síns fyrsta ólympíugulls en áður hafði hann krækt í silfur í brekkufimi á leikunum í Peking.
Hann fékk samtals 182,5 stig eftir tvö afar góð stökk í fyrstu tveimur umferðunum í risastökkinu og vann að lokum öruggan sigur.
Í öðru sæti var Norðmaðurinn Mons Röisland með 171,75 stig og tryggði sér silfurverðlaun.
Kanadabúinn krækti þá í bronsverðlaun með 170,25 stig, en hann fékk flest stig, 94, fyrir eitt stökk en ekki vann sér ekki inn nægilega mörg stig í hinum tveimur tilraunum sínum til þess að komast ofar í keppninni.