Aníta æfir í Sviss

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir.

Aníta Hinriksdóttir, Íslandsmethafi í 800 metra hlaupi, er komin af stað á hlaupabrautinni á nýju ári og keppti í Metz í Frakkklandi um helgina.

Aníta keppti þá í 800 metrunum innanhúss og hljóp á 2:05,20 mínútum sem er nokkuð frá hennar besta en tímabilið er nú bara nýhafið.

Aníta hefur ekki verið áberandi allra síðustu ár en tæp sex ár eru liðin frá því hún setti Íslandsmet á Ólympíuleikunum í Ríó.

Aníta er nú við nám í Sviss en samkvæmt Frjálsíþróttasambandinu æfir hún þar undir handleiðslu svissnesks landsliðsþjálfara. Aníta keppir nú fyrir FH en var áður hjá ÍR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert