Danir færa sig upp á skaftið

Danir fagna sigrinum gegn Lettum.
Danir fagna sigrinum gegn Lettum. AFP

Danir halda áfram að sækja í sig veðrið í íshokkíþróttinni en karlalið Dana er komið í 8-liða úrslitum á Vetrarólympíuleikunum í Peking.

Kemur það töluvert á óvart þótt Danir hafi reyndar verið í efstu deild á HM í íshokkí. Þeir þurftu að hafa fyrir því að komast inn á leikana sem skiljanlegt er en á þeirri leið lögðu þeir að velli Norðmenn, Slóvena og Suður-Kóreubúa. 

Danir unnu Letta 3:2 í nótt í umspili og tryggðu sér þar með sæti í útsláttarkeppni leikanna en áður hafði Danmörk unnið Tékkland sem er mikil hokkíþjóð. Danmörk vann einnig Sviss í riðlinum í Peking en tapaði fyrir Rússum.

Danir eiga leikmenn í NHL-deildinni sterku eins og Lars Eller hjá Washington Capitals en í þetta skiptið tókst ekki að semja við NHL um að leikmenn í deildinni gætu losnað til að spila með landsliðum á Vetrarólympíuleikunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert