Djokovic er ekki andstæðingur bólusetninga

Novak Djokovic.
Novak Djokovic. AFP

Serbneski tenniskappinn Novak Djokovic tekur skýrt fram að hann eigi ekki nokkra aðild að félagsskap sem beitir sér gegn bólusetningum.

Hann telji einfaldlega að einstaklingar eigi að hafa frelsi um hvort þeir láti sprauta einhverju í sig eða ekki.

Djokovic veitti BBC viðtal þar sem hann útskýrir sín sjónarmið en mikla athygli hefur vakið að Djokovic er óbólusettur gegn kórónuveirunni.

Djokovic segist ekki vera á móti bólusetningum almennt séð og vill að það komi fram. Hann hafi til að mynda verið bólusettur sem barn.

En hans líkami sé hans mál og sem íþróttamaður í heimsklassa hafi hann kosið hingað til að hafna því að bóluefni við kórónuveirunni sé sprautað í hann. Það eigi að vera hans mál en um leið hefur hann skilning á því að alls staðar í heiminum sé fólk að reyna að binda endi á heimsfaraldur.

Djokovic segist vera tilbúinn til að fórna stórum tennismótum ef því er að skipta eins og Wimbledon mótinu sem fram fer á sumrin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert