Fallið á lyfjaprófinu megi rekja til afa Valievu

Kamila Valieva.
Kamila Valieva. AFP

Hin 15 ára gamla rússneska skautastúlka, Kamila Valieva, segir ástæðuna fyrir því að hún hafi fallið á lyfjaprófi megi rekja til afa sins.

Valieva féll á lyfja­prófi sem hún fór í um miðjan des­em­ber en niður­stöður úr próf­inu lágu fyr­ir eft­ir að Vetr­arólymp­íu­leik­arn­ir í Peking hófust. Þar hefur hún þegar unnið til gullverðlauna í liðakeppni með rússnesku ólympíunefndinni.

Í gær úrskurðaði Alþjóðaíþróttadómstóllinn að Valieva mætti halda áfram keppni á leikunum. Valieva áfrýjaði þá ákvörðun rússneska lyfjaeftirlitsins um að úrskurða hana í tímabundið bann og gengist var við áfrýjuninni.

„Rökin hennar sneru að því að að hún hafi innbyrt lyf í misgripum fyrir lyf sem afi hennar var að taka,“ sagði Denis Oswald hjá Alþjóðaólympíunefndinni við fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert