Frelsi fylgir með hreyfingunni

Mikill áhugi er á snjóbrettakeppnininni á Vetrarólympíuleikunum.
Mikill áhugi er á snjóbrettakeppnininni á Vetrarólympíuleikunum. AFP

Vetrarólympíuleikar eru íþróttaviðburður sem ég fylgist alla jafna mjög vel með.

Þetta var í raun fyrsti stóri íþróttaviðburðurinn sem ég horfði almennilega á í sjónvarpi en leikarnir í Lillehammer árið 1994 fóru fram í febrúar, heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór aftur á móti fram í júní og júlí sama ár.

Það er eitthvað við vetraríþróttir sem heillar mig. Ég hef alltaf átt mjög auðvelt með það að renna mér á bæði skíðum og snjóbretti og það er ákveðið frelsi sem fylgir þessu sporti sem erfitt er að festa í orð. Ísland á fimm keppendur á Vetrarólympíuleikunum í Peking í ár og ég hef fylgst vel með þeim öllum í sínum greinum. Að sjá þetta frábæra íþróttafólk á stærsta sviðinu fyllir mig ótrúlegu stolti.

Allir sem stunda vetraríþróttir á Íslandi vita hversu erfitt það er sökum veðurfars og það að við eigum alvöru íþróttafólk á stærsta sviðinu er eitt og sér stórkostlegt afrek. 

Bakvörð Bjarna í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert