Karlalið Bandaríkjanna er óvænt úr leik í íshokkíkeppni Vetrarólympíuleikanna í Peking eftir tap gegn Slóvakíu í vítakeppni í 8-liða úrslitum í morgun.
Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2:2 en Juraj Slafkovsky kom Slóvakíu yfir strax í fyrsta leikhluta.
Nick Abruzzese jafnaði metin fyrir Bandaríkin áður en Sam Hentiges kom Bandaríkjunum yfir strax í upphafi annars leikhluta.
Marek Hrivik jafnaði metin fyrir Slóvakíu í öðrum leik og ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma, né í framlengingunni.
Aðeins var eitt mark skorað í vítakeppninni en þar var á ferðinni Peter Chehlarik en alls fóru átta víti forgörðum í vítakeppninni.
„VÁ! Þvílík úrslit! Ein óvæntustu úrslit í sögu Ólympíuleikanna,“ sagði Bob Bollard sem lýsti leiknum fyrir Eurosport.
Slóvakía mætir annaðhvort Svíþjóð eða Kandada í undanúrslitum Vetrarólympíuleikanna.