Stefnan sett á leikana 2024

Andri Nikolaysson Mateev ætlar sér stóra hluti.
Andri Nikolaysson Mateev ætlar sér stóra hluti. Ljósmynd/IFF

Andri Nikolaysson Mateev, margfaldur Íslandsmeistari í skylmingum, ætlar að leggja allt í sölurnar í þeirri viðleitni sinni að komast í fremstu röð í heiminum í íþróttinni. Andri er fluttur til Frakklands og æfir þar undir handleiðslu Christians Bauers sem er einn virtasti þjálfarinn í íþróttinni.

„Ég er búsettur í Frakklandi, í Orléans, um 100 kílómetra sunnan við París. Ég tók þá ákvörðun í fyrrahaust með það í huga að komast á næsta stig í íþróttinni,“ segir Andri en hann er í raun í akademíu hjá þjálfaranum og er í skipulagðri dagskrá í sex tíma á dag.

„Ég fórna því að fara í skóla á þessum tímapunkti og fórna því miklu. Þetta er skylmingaskóli þar sem ég er frá níu á morgnana til fjögur á daginn. Skólinn heitir eftir Christian Bauer. Ég er búinn að leggja öll spilin á borðin og mitt markmið er að komast á Ólympíuleikana í París árið 2024. Þetta er mjög góður undirbúningur til að ná því markmiði. Ég er að vinna með þjálfara sem er einn sá þekktasti í heimi enda hefur hann gert fimm einstaklinga að ólympíumeisturum. Hann veit allt um skylmingar og mér finnst það vera heiður að komast í þann hóp sem æfir hjá honum.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert