Frakkinn Clément Noël stóð uppi sem sigurvegari í svigkeppni karla á Vetrarólympíuleikunum í Peking í nótt.
Noël var í sjötta sæti eftir fyrri ferð sína þar sem hann kom í mark á tímanum 54,30 sekúndum. Hann skíðaði óaðfinnanlega í seinni ferðinni, koma í mark á tímanum 49,79 sekúndum og samtals á tímanum 1:44,09 mínútum.
Johannes Strolz frá Austurríki varð annar, 0,61 sekúndu úr hundraðshluta á eftir Noël g Sebastian Foss-Solevaag frá Noregi varð þriðji.
Aðeins tveimur keppendum tókst að skíða brautina á undir 50 sekúndum en þetta voru fyrstu gullverðlaun Frakklands á leikunum í ár.