Elvira Öberg tryggði Svíþjóð sigur í 4x6 kílómetra boðgöngu í skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum í Peking í morgun.
Rússland var með 10 sekúndna forskot á Svíþjóð eftir fyrstu tvær skiptingarnar en Svetlana Mironova missti marks með riffilinn á meðan hin sænska Hanna Öberg hitti úr öllum sínum skotum nema einu.
Það dugði hins vegar til þess að koma Svíum í forystuna fyrir lokahringinn en sænska liðið var með nokkra sekúndna forskot á Ítalíu þegar Elvira Öberg hóf sína göngu eftir að hafa skipt við systur sína Hönnu Öberg.
Elvira Öberg hitti úr öllum sínum skotum nema einu á meðan en það dugði engu að síður til sigurs í greininni.
Svíar komu í mark á tímanum 1:11:03,9 klukkustundum en Rússland hafnaði í öðru sæti, 12 sekúndum á eftir Svíþjóð. Þýskaland hafnaði í þriðja sæti, 37,4 sekúndum á eftir Svíþjóð.