Noregur vann sín fjórtándu gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking í dag þegar lið þeirra fagnaði sigri í norrænni tvíkeppni þar sem keppt er í skíðastökk annarsvegar og skíðagöngu hins vegar.
Norska liðið fékk 122,4 stig fyrir skíðastökkin og var liðið nokkuð á eftir fremstu liðunum áður en keppni í skíðagöngu hófst.
Í skíðagöngunni voru gengnir 4x5 kílómetrar og þar kom norska liðið langfyrst í mark á tímanum 50:45,1 mínútu en Þýskaland hafnaði í öðru sæti, 54,9 sekúndum á eftir Noregi og Japan varð í þriðja sæti.
Noregur hefur unnið 29 verðlaun á leikunum alls en rússneska ólympíunefndin kemur þar á eftir með 24 verðlaun.
Þýskaland hefur unnið til næstflestra gullverðlauna eða 10 talsins og Bandaríkin koma þar á eftir með 8 gullverðlaun.