„Svona fólk á heima í fangelsi“

Allra augu hafa beinst að Kamilu Valievu á Vetrarólympíuleikunum í …
Allra augu hafa beinst að Kamilu Valievu á Vetrarólympíuleikunum í Peking. AFP

Witold Banka, forseti Alþjóðlegu lyfjanefndarinnar eða WADA, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt ákvörðun Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, að leyfa hinni 15 ára gömlu Kamilu Valievu að keppa áfram á Vetrarólympíuleikunum í Peking, þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi í desember.

Valieva lauk keppni á leikunum í dag þegar hún hafnaði í fjórða sæti í einstaklingskeppni kvenna í listhlaupi á skautum.

Áður hafði hún tryggt rússnesku ólympíunefndinni sigur í liðakeppni í listhlaupi á skautum þar sem hún framkvæmdi meðal annars fjórfalt stökk sem engum öðrum hefur tekist að framkvæma áður í keppni.

„Úrskurður CAS olli okkur miklum vonbrigðum en við getum lítið annað gert en að una honum,“ sagði Banka.

„Hér er um keppanda sem er undir lögaldri að ræða og því hægt að flokka hana sem barn. Það að gefa börnum ólögleg lyf er bæði ógeðslegt og ófyrirgefanlegt. 

Læknarnir, þjálfararnir og allir sem að málinu koma ættu að fara í lífstíðarbann frá íþróttinni. Persónulega finnst mér svona fólk eiga heima í fangelsi.   

Ég mun persónulega sjá til þess að þeir sem standa á bakvið þetta og á bakvið Valievu verði allir rannsakaðir í þaula,“ bætti Banks við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert