Fagnar því að vera tekin í lyfjapróf

„Kannski er ég sjúklega glær á þetta en ég trúi því ekki að mótherjar mínir séu að neita ólöglegra efna,“ sagði Þuríður Erla Helgadóttir, lyftinga- og crossfitkona, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Þuríður Erla, sem er þrítug, hefur verið ein fremsta crossfit- og lyftingarkona landsins undanfarin á.

Það hafa reglulega komið upp mál í bæði lyftinga- og crossfitheiminum þar sem fólk hefur fallið á lyfjaprófum en keppendur í greinunum eru prófaðir mjög reglulega af lyfjaeftirlitinu.

„Auðvitað eru alltaf einhverjir svartir sauðir sem að taka stera en oftast er þetta fólk sem heldur að það þurfi að taka stera til þess komast á þessi stærstu mót,“ sagði Þuríður Erla.

„Ég er alltaf tekin í lyfjapróf og ég hef alltaf tekið því sem hrósi því ég hef alla tíð reynt að stækka mig og verða sterkari.

Ég er örugglega sú eina sem fagna því að vera tekin í lyfjapróf og svo er ég auðvitað bara mjög ánægð með að það sé mikið eftirlit í kringum þetta,“ sagði Þuríður Erla.

Viðtalið við Þuríði Erlu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert