Fjórðu gullverðlaun Norðmannsins í Peking

Johannes Thingnes Bö á fleygiferð í brautinni í dag.
Johannes Thingnes Bö á fleygiferð í brautinni í dag. AFP

Norðmaðurinn Johannes Thingnes Bö vann sín fjórðu gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking í morgun þegar hann kom fyrstur í mark 15 kílómetrar skíðaskotfimi karla með hópræsingu.

Bö missti marks í fjórum skotum en það kom ekki sök og kom hann í mark á tímanum 38:14,4 mínútum en Svíinn Martin Ponsiluoma varð annar, 40,3 sekúndum á eftir Bö. Vetle Sjåstad Christiansen frá Noregi varð þriðji.

Fyrir keppnina í morgun hafði Bö fagnaði sigri í 10 kílómetra sprettgöngu, 4x7,5 kílómetra eltigöngu í liðakeppni karla og 4x6 kílómetra eltigöngu í blandaðri liðakeppni. Þá fékk hann bronsverðlaun í 20 kílómetra göngu.

Þetta voru fimmtándu gullverðlaun Norðmanna á leikunum í ár og hafa Norðmenn nú unnið til 34 verðlauna alls.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert