Norðmenn setja met í Peking

Norðmenn fagna einu sem oftar: Espen Bjoernstad, Espen Andersen, Jens …
Norðmenn fagna einu sem oftar: Espen Bjoernstad, Espen Andersen, Jens Lurås Oftebro og Jörgen Gråbak. AFP

Norska íþróttafólkið hefur unnið til fimmtán gullverðlauna á Vetrarólympíuleikunum í Peking og hafa þar með sett met á Vetrarólympíuleikunum. 

Johannes Thingnes Bo skilaði fimmtándu gullverðlaunum í hús í dag en hann er fjórfaldur ólympíumeistari á þessum leikum. 

Íþróttafólkið frá Kanada vann til fjórtán gullverðlauna á heimavelli á leikunum í Vancouver árið 2010. 

Norðmenn hafa alls fengið þrjátíu og fjögur verðlaun á leikunum í Peking. Átta silfur og ellefu brons. 

Næstir koma Þjóðverjar með 22 verðlaun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert