Öskraði á kærastann alla leiðina niður

„Ég fór í fyrsta sinn á skíði þegar að við fluttum til Sviss,“ sagði Þuríður Erla Helgadóttir, lyftinga- og crossfitkona, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Þuríður Erla, sem er þrítug, ólst upp í Kópavogi en flutti til Zug í Sviss árið 2018 þar sem hún er búsett í dag.

Í dag reynir hún að fara sem oftast á skíði, þegar hún er ekki upptekin við æfingar, en hennar fyrsta skíðaferð í svissnesku ölpunum gekk ekki áfallalaust fyrir sig.

„Kærastinn minn æfði skíði sem barn og hann ætlaði bara að kenna mér þetta sjálfur,“ sagði Þuríður Erla.

„Í fyrsta skiptið mitt fórum við beint upp á topp og ég kunni varla að fara í skíðin. Ég horfði niður brekkuna og mér leið allan tímann eins og ég væri að fara skíða niður af fjallsbrúninni.

Þetta var hræðilegt og ég öskraði á kærastann minn alla leiðina,“ sagði Þuríður Erla.

Viðtalið við Þuríði Erlu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert