Sögulegur sigur snjóprinsessunnar

Eileen Gu er ein af stjörnum Vetrarólympíuleikanna í ár.
Eileen Gu er ein af stjörnum Vetrarólympíuleikanna í ár. AFP

Kínverska skíðakonan Eileen Gu, sem hefur fengið viðurnefnið snjóprinsessan á Vetrarólympíuleikunum í Peking, fagnaði sigri í hálfpípu kvenna á skíðum á leikunum í nótt.

Þetta voru þriðji verðlaun Gu á leikunum í ár en hún vann til gullverðlauna í keppni í risastökki og hafnaði í öðru sæti í brekkufimi á skíðum.

Gu fékk 95,25 stig fyrir æfingar sínar í 2. umferð hálfpípukeppninnar en Cassie Sharpe frá Kanada varð önnur með 90,75 stig. Rachael Karker frá Kanada varð hafnaði í þriðja sæti með 87,75 stig.

Gu, sem er einungis 18 ára gömul. hefur stimplað sig inn sem ein af stjörnum leikanna í ár en hún er fædd og uppalin í Bandaríkjunum.

Faðir hennar en bandarískur en móðir hennar á ættir að rekja til Kína og ákvað hún að keppa fyrir Kína árið 2019 eftir að hafa keppt fyrir Bandaríkin í heimsbikarnum tímabilið 2018-19.

Með sigrinum í nótt varð hún fyrsta skíðakonan sem keppir í skíðagreinum með frjálsri aðferð eða „freestyle“ til þess að vinna til þrennra verðlauna á sömu leikunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert