„Við byrjuðum rosalega vel og við spiluðum vel í fyrri hálfleik. Ég eiginlega stal markinu af Guðrúnu en ég vildi ekki taka sénsinn,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, markaskorari Íslands í 1:0-sigrinum á Nýja-Sjálandi á alþjóðlega mótinu She Believes Cup nótt, á blaðamannafundi eftir leik.
Sigurmarkið kom eftir um 30 sekúndna leik er Dagný skoraði af stuttu færi eftir að Guðrún Arnardóttir kom boltanum að marki eftir horn. Ísland fékk fín færi til að bæta við marki næstu mínútur en án árangurs. Hinum megin ógnaði Nýja-Sjáland lítið sem ekkert.
„Það var ekki mikið að gera hjá Cecilíu. En hún greip mikið inní og var flott í löppunum í dag og stýrði liðinu vel. Hún var ekki með vörslur en greip vel inní þegar hún var með boltann,“ sagði Dagný um markvörðinn unga.
Jitka Klimková, landsliðsþjálfari Nýja-Sjálands, sagði markið hjá Dagnýju ekki hafa verið sérlega fallegt en Dagný tók því ekki mjög nærri sér. „Hún má segja það sem hann vill. Við fengum þrjú stig en ekki hún,“ sagði Dagný.