Irene Schouten frá Hollandi og Bart Swings frá Belgíu reyndust hlutskörpust í skautaati kvenna og karla á Vetrarólympíuleikunum í Peking í morgun.
Schouten hafði betur gegn hinni kanadísku Ivanie Blondin þegar hún fékk alls 60 stig á móti 40 stigum Blondin sem vann til silfurverðlauna.
Hin ítalska Francesca Lollobrigida hafnaði í þriðja sæti og nældi í bronsverðlaun kvennamegin.
Hjá körlunum fékk Swings alls 63 stig og tryggði sér þar með ólympíugull.
Á eftir honum í öðru og þriðja sæti komu tveir Suður-Kóreubúar, Chung Jae-Won með 40 stig og Lee Seung-Hoon með 20 stig, og nældu þar með í silfur- og bronsverðlaun.