„Ég var ótrúlega erfitt barn,“ sagði Þuríður Erla Helgadóttir, lyftinga- og crossfitkona, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.
Þuríður Erla, sem er þrítug, er ein fremsta crossfit- og lyftingakona landsins í dag en hún byrjaði að æfa íþróttir þegar hún var fimm ára gömul.
Hún byrjaði að æfa lyftingar árið 2011 en æfði til að mynda knattspyrnu, fimleika og frjálsar íþróttir á sínum yngri árum.
„Ég man að mamma hugsaði strax að hún yrði að senda mig í einhverjar íþróttir,“ sagði Þuríður Erla.
„Ég fór fyrst í dans en í kringum fimm ára aldurinn byrjaði ég að æfa fimleika því ég var einfaldlega út um allt á heimilinu,“ sagði Þuríður Erla.
Viðtalið við Þuríði Erlu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.