Fyrsti trans keppandinn með íslensku landsliði

Daníel Baldursson, Nói Barkarson og Nóam Óli Stefánsson.
Daníel Baldursson, Nói Barkarson og Nóam Óli Stefánsson. Ljósmynd/Archery.is

Nóam Óli Stefánsson varð á dögunum fyrsti trans einstaklingurinn sem keppir með íslensku landsliði, þvert á allar íþróttagreinar, þegar hann keppti með U21-árs landsliði karla í trissuboga á Evrópumeistaramótinu í bogfimi í Lasko í Slóveníu.

Bogfimifréttasíðan Archery.is vekur athygli á þessu.

Þar kemur fram að hvorki Samtökin ‘78 né starfsfólk ÍSÍ viti af því eða muni eftir því að trans einstaklingur hafi keppt fyrir hönd landsliðs Íslands áður, þó að það hafi ekki útilokað að einhver einstaklingur hafi mögulega gert það án þeirrar vitundar eða ekki verið kominn út úr skápnum.

Nóam Óli glaðbeittur við keppni í gær.
Nóam Óli glaðbeittur við keppni í gær. Ljósmynd/Archery.is

Nóam Óli var í eldlínunni með U21-árs landsliðinu í gær ásamt þeim Nóa Barkarsyni og Daníel Baldurssyni þegar liðið keppti í fjórðungsúrslitunum í trissuboga á EM.

Eftir góða frammistöðu gerði liðið sér að lokum áttunda sætið að góðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert