Mælir ekki með ferðalagi til Túrkmenistan

„Það voru einhverjir í kringum mig búnir að tala um að það væri örugglega geggjað að fara til Túrkmenistan,“ sagði Þuríður Erla Helgadóttir, lyftinga- og crossfitkona, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Þuríður Erla, sem er þrítug, ferðaðist til Túrkmenistan árið 2018 þar sem hún keppti á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum.

Þrátt fyrir að upplifunin af landinu hafi verið áhugaverð ætlar hún sér ekki að ferðast til landsins í komandi framtíð.

„Það er einhver klikkhaus sem ræður öllu í Túrkmenistan og það er allt mjög flott þarna,“ sagði Þuríður Erla.

„Við gistum í einhverju ólympíuþorpi sem hann lét byggja því hann dreymir um að halda Ólympíuleikana þarna einn daginn.

Það var alveg gaman að koma þangað og allt það en ég get ekki mælt með þessum stað,“ sagði Þuríður Erla.

Viðtalið við Þuríði Erlu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert