Svíþjóð stóð uppi sem sigurvegari í krullu karla á Vetrarólympíuleikunum í Peking þegar liðið bar sigurorð af Stóra-Bretlandi með naumindum í úrslitaleiknum í morgun.
Svíar höfðu betur, 5:4, og tryggðu sér þar með ólympíugull í fyrsta sinn í sögunni.
Eftir að hafa unnið fimm heimsmeistaratitla, sjö Evrópumeistaratitla og unnið til bæði silfur- og bronsverðlauna á Ólympíuleikum.
Stóra-Bretland gerði sér silfrið að góðu að þessu sinni og Kanada hafði betur gegn Bandaríkjunum í leiknum um bronsverðlaunin í gær.