Slóvakía tryggði sér í dag bronsverðlaun í íshokkí í karlaflokki á vetrarólympíuleikunum í Peking með 4:0-sigri á Svíþjóð.
Eftir markalausa fyrstu lotu skoruðu Juraj Slafkovsky og Samuel Takác fyrir Slóvakíu í annarri lotu og breyttu stöðunni í 2:0. Slafkovsky skoraði sitt annað mark undir lokin og örfáum sekúndum síðar gulltryggði Pavo Regenda 4:0-sigur Slóvakíu.
Finnland og Rússland mætast í úrslitaleik í nótt en Finnland vann Slóvakíu í undanúrslitum og Rússland vann Svíþjóð.