Afturelding vann tvívegis fyrir austan

Þórarinn Örn Jónsson smassar fyrir Aftureldingu, Ramses Ballesteros og Jaime …
Þórarinn Örn Jónsson smassar fyrir Aftureldingu, Ramses Ballesteros og Jaime Monterrouso reyna að verjast. Ljósmynd/Sigga Þrúða

Afturelding styrkti stöðu sína í þriðja sæti úrvalsdeildar karla í blaki þegar liðið vann tvo sterka sigra gegn Þrótti úr Fjarðabyggð á Neskaupsstað um helgina.

Fyrri leik liðanna lauk með 3:1-sigri Aftureldingar og þeim síðari með 3:0-sigri Aftureldingar.

Sigþór Helgason var stigahæstur Aftureldingar með 19 stig í fyrri leiknum en Miguel Angel skoraði 19 stig fyrir Þrótt.

Í síðari leiknum Dorian Ponic stigahæstur hjá Aftureldingu með 18 stig og Miguel Angel skoraði 14 stig.

Afturelding er í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig en Þróttarar eru í sjötta sætinu með 19 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert