Stóra-Bretland tryggði sér ólympíugull með stæl þegar liðið vann afar öruggan sigur á Japan í krullu kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Peking í nótt.
Bretar unnu að lokum 10:3-sigur og því afar vel að gullinu komnir.
Þetta var eina ólympíugull Bretlands á leikunum að þessu sinni.