Johaug tryggði sér þriðja gullið

Therese Johaug fagnar sigrinum í nótt.
Therese Johaug fagnar sigrinum í nótt. AFP

Norska skíðakonan Therese Johaug klykkti út mögnuðum Ólympíuleikum með því að koma fyrst í mark í 30 kílómetra skíðagöngu kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Peking í nótt og tryggja sér þar með þriðja ólympíugulið á leikunum.

Johaug kom í mark á einni klukkustund, 24 mínútum og 54 sekúndum og var tæpum tveimur mínútum á undan næsta keppanda, Bandaríkjakonunni Jessie Diggins, sem nældi í silfurverðlaun.

Í þriðja sæti var Kerttu Niskanen og vann hún þar með til bronsverðlauna.

Johaug var áður búin að krækja í gull í bæði 10 og 15 kílómetra skíðagöngu kvenna á leikunum. Gullin þrjú eru þau fyrstu sem hin 33 ára gamla Johaug vinnur til á Ólympíuleikum á ferlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert